Fimmtudaginn 2. september var haldin fræðslu- og kynningarfundur í beinu streymi

Kl: 12:00 - 12:30

 

Ragnar Þór Valdimarsson, stofnandi Faradice fer yfir þróunarferli á íslenskum hleðslustöðvum fyrir rafbíla sem fyrirtæki hans framleiðir og selur í samstarfi við Örtækni. Hann fór yfir allt ferlið, hvað hann lærði, hver staðan er í dag og svara spurningum.

Ragnar, sem er verkfræðingur og tölvunarfræðingur hannaði og smíðaði hleðslustöð í bílskúrnum heima hjá sér eftir að hafa keypt sér rafbíl fyrir 6 árum. Hugmyndin spratt af áhuga og í upphafi átti bara að vera ein
stöð fyrir hann sjálfan. Hinsvegar vatt verkefnið uppá sig og á næstu árum bættust við í hópinn nýjir
sérfræðingar.

 

Við tók þróun og þrotlausar prófanir þar sem allir möguleikar voru skoðaðir. Tæknilegar lausnir, hugbúnaður
og vélbúnaður var endurbættur og prófaður við erfiðustu aðstæður.

Verkefnið fór frá hugmynd í rannsóknir, hönnun, þróun, selja hugmyndina, framleiðsluferli og að lokum
markaðssetningu.


Útkoman er fallegar, sterkar og notendavænar hleðslustöðvar með sérhönnuðu hugbúnaðarkerfi sem virkar
fyrir einstaklinga, fjölbýlishús, fyrirtæki og stofnanir.

 

Viðburðinum var streymt á rafmennt.is/streymi og á youtube-rás RAFMENNTAR