Öryggisfatnaður fyrir fólk í rafiðnaði

Miðvikudaginn 29. mars kl: 12:00 - 13:00 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi á sama tíma með Teams.

Sérfræðingar koma frá Snickers í Svíþjóð og fara yfir helstu þætti í notkun og umgengni á ljósbogafatnaði.

Einnig verður farið yfir merkingareglur og endingu á ljósbogafatnaði.