Fimmtudaginn 1. desember kl: 12:00 - 13:00 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi á Teams á sama tíma.

Óskar Frank Guðmundsson kemur með erindi um hlutverk Húsnæðis og mannvirkjastofnunar varðandi rafmagnsöryggi, hvernig eftirliti er háttað í þeirra verkefnum, hver útkoman var og hvernig niðurstöður eru notaðar. Einnig verður farið yfir réttindi rafvirkja- nema/sveina/meistara um vinnu í rafiðnaði samkvæmt lögum sem gilda um þau mál og hvernig þetta tengist löggildingu rafverktaka.

RAFMENNT býður upp á samlokur og gos