Bransadagurinn er dagur fagfólks í hljóð-, ljósa- og myndlausnum, sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi – hugsaður fyrir tæknifólk, framleiðendur og alla þá sem vinna í skapandi greinum tæknilegra lausna.
Viðburðurinn verður haldinn þriðjudaginn 13. janúar 2026 í Hörpu þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með innlendum og erlendum sérfræðingum sem eiga erindi við fagfólk úr öllum greinum bransans.
Á Bransadeginum gefst einstakt tækifæri til að:
Fræðast um nýja tækni, strauma og verkfæri í greininni.
Tengja saman fagfólk og fyrirtæki – mynda tengsl og undirbúa samstarf.
Kynna sér vörur og lausnir hjá helstu samstarfsaðilum.
Njóta góðs af fyrirlestrum, pallborðsumræðum, sýningarsvæðum og eftirpartýi þar sem stemmningin er í hámarki.
Almennt miðaverð er 12.000 kr., og innifalið í því er aðgangur að öllum fyrirlestrum, vörusýningu, hádegismat og hressingu að dagskrá lokinni. Athugið að takmarkað magn miða er í boði. Hægt er að kaupa miða hér!
Bransadagurinn er kjörin vettvangur fyrir alla sem vilja vera á tánum í tæknigeiranum, efla fagmennsku og styrkja tengsl í bransanum – komdu og taktu þátt í framtíðinni!
Skoða dagskrá
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050