Þór Pálsson, skólameistari og framkvæmdastjóri Rafmenntar, ræddi nýverin kaup Rafmenntar á Kvikmyndaskóla Íslands í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Í viðtalinu fór hann yfir ástæður kaupa, sameiginleg tækifæri skólanna og þá framtíðarsýn sem liggur að baki ákvörðuninni.

Að sögn Þórs eru kaupin liður í því að efla og dýpka framboð Rafmenntar á námi í skapandi greinum, í bland við þá tæknimenntun sem skólinn hefur þegar byggt upp. Hann bendir á að Kvikmyndaskólinn hafi átt sér trausta sögu og að markmiðið sé að halda áfram að þróa nám og starfsemi skólans með stöðugleika og fagmennsku að leiðarljósi.

📻 Hlusta má á viðtalið í heild á Vísi hér.