Nýnemar rafiðngreina í FS ásamt Hafdísi skrifstofustjóra og Elísu verkefnastjóra markaðs- og kynning…
Nýnemar rafiðngreina í FS ásamt Hafdísi skrifstofustjóra og Elísu verkefnastjóra markaðs- og kynningarmála hjá Rafmennt og kennurum í FS.

Fimmtudaginn 23. október mættu fulltrúar Rafmenntar og afhentu rafiðnnemum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á 1. ári vandaðar vinnubuxur.
Þetta er fjórða árið í röð sem Rafmennt gefur vinnubuxur en allir nemendur sem hefja nám í rafiðnum fá þessa gjöf. Það var stór hópur sem fékk buxur að þessu sinni en reyndar vantaði nokkra nemendur þennan dag. Það voru þær Elísa Einarsdóttir og Hafdís Reinaldsdóttir frá Rafmennt sem afhentu gjöfina.