Nú er opið fyrir umsóknir í sveinspróf í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Umsóknarfrestur er frá 1. til 30. nóvember 2025 og munu prófin fara fram í febrúar 2026.
Sveinsprófið er mikilvægur áfangi á starfsferli rafiðnaðarnema og staðfestir faglega hæfni í greininni.

Allir sem hyggjast þreyta próf eru hvattir til að sækja um í tæka tíð.

👉 Umsóknir fara fram á vef Rafmenntar undir Sveinspróf
Frekari upplýsingar um undirbúning og próf má finna á síðum fyrir hvert sveinspróf.