Bransadagurinn 2026 fór fram þriðjudaginn 13. janúar í Hörpu og var vel sóttur af fagfólki, nemendum og fyrirtækjum sem starfa á sviði hljóð-, ljósa- og myndtækni, sviðstækni, kvikmyndagerðar og sjónvarpsframleiðslu. Dagskráin var fjölbreytt og byggði á fyrirlestrum, kynningum og samtölum sem varpa ljósi á þróun greinarinnar, nýja tækni og breyttar kröfur til fagfólks í skapandi og tæknilegum störfum.

Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga miðlaði þekkingu sinni og reynslu, þar sem áhersla var lögð á nýjungar í búnaði, vinnuferla, og tækifæri í hljóð-, ljós- og myndtækni.
Bransadagurinn hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir fræðslu, samtal og tengslamyndun og gaf gestum gott tækifæri til að kynna sér það sem er efst á baugi í faginu hverju sinni.

Sérstaka athygli vakti þátttaka ungs fólks, nemenda og nýliða í greininni, sem var áberandi í sal og tók virkan þátt í umræðum og tengslamyndun. Það undirstrikar mikilvægi Bransadagsins sem brúar milli náms og atvinnulífs og sýnir skýrt að áhugi á tæknigreinum og skapandi störfum er mikill meðal næstu kynslóðar fagfólks.

Rafmennt lítur á Bransadaginn sem lykilviðburð í að styrkja tengsl menntunar og atvinnulífs, efla faglegt samtal og styðja við þróun greinarinnar til framtíðar. Þökkum við öllum þeim sem komu að skipulagningu, fyrirlesurum, samstarfsaðilum og gestum fyrir vel heppnaðan dag.

Hægt er að skoða myndir frá deginum hér!