Afhending sveinsbréfa fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri föstudaginn 5. september og Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 6. september 2025.
Alls voru 129 nemendur úr rafiðngreinum sem fengu sveinsbréfin sín afhent í Reykjavík en það eru 102 nemendur í rafvirkjun, 5 rafveituvirkjar og 2 í rafeindavirkjar.
Á Akureyri voru 28 nemendur úr rafiðngreinum sem fengu afhent sveinsbréf það eru 27 í rafvirkjun og í 1 rafeindavirkjun.
Verðlaun vegna góðs árangurs á sveinsprófum rafvirkja í júní 2025 hlutu Einar Örn Ásgeirsson og Stefán Trausti Njálsson fyrir skriflegan hluta, Óliver Pálmi Ingvarsson og Einar Örn Ásgeirsson fyrir verklegan hluta og Einar Örn Ásgeirsson fyrir heildarárangur. Fyrir góðan árangur í sveinsprófum rafeindavirkja hlaut Egill Logi Jónasson verðlaun fyrir skriflegan árangur og Björn Thomasson verðlaun fyrir verklegan árangur og Egill Logi Jónasson fyrir heildarárangur.
Frá afhendingu sveinsbréf í Hofi á Akureyri þann 5. september.
Myndir frá athöfn má nálgast á Flickr síðu Rafmenntar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050