Á þessu grunnnámskeiði er farið yfir hvað M365 SharePoint sé.
Hvernig hægt er að nýta það sem innranet og gagnasvæði fyrir deildir og verkefni.
Hvað er síðusafn (e. site collection), aðgangsstýringar ásamt því hvað er „Hub site“, „Team site“ og „Communication site“?
Öryggisvitund er öllum mikilvæg, ekki bara þeim er reka tölvukerfi eða bera ábyrgð á daglegum rekstri, og því mikilvægt að koma inn á þann hluta þ.e. öryggismál.
Segja má að SharePoint sem bakbeinið í M365 og því mikilvægt fyrir þá er reka M365 að þekkja inn á hvað hægt er að gera og hvar helstu aðgerðir séu framkvæmdar.
Aukinn skilningur á hvað M365 SharePoint sé og hvar hægt er að nýta sér þá fjölmörgu möguleika er hann býður uppá. Um grunnnámskeið er að ræða og því ekki krafist neinnar þekkingar á SharePoint.
Eftir námskeiðið á viðkomandi að hafa grunnþekkingu á SharePoint umhverfinu, þekkja muninn á helstu svæðum (e. sites) og hvernig er hægt að nýta sér það.
Ef nemendur hafa fartölvu með uppsettu Sharepoint er sjálfsagt að hafa hana með á námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
| Fullt verð | 145.000 |
| RSÍ endurmenntun | 50.750 |
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
| Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Sharepoint Vinnustofa | 11. mar. 2026 - 12. mar. 2026 | Atli Þór Kristbergsson | 09:00 - 16:00 | Stórhöfði 27 | 50.750 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050