Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheit: ÖRYG02Vélar


Námskeiðið er kennt í fjarkennslu gegnum Google Meet.

Vélar eru notaður á flestum vinnustöðum. Vélar geta verið hættulegar og á Íslandi hafa orðið fjölmörg alvarleg slys við vélar í gegnum tíðina. Hægt er að koma í veg fyrir nánast öll slys við vélar með réttum búnaði og góðri umgengni.

 

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við vélar og kringum þær.

Uppbygging námskeiðsins:
    • Skilgreiningar á vélum og tækjum
    • Reglur og reglugerðir um vélar og tæki
    • Merkingar véla og CE-merking
    • Öryggisbúnaður véla og öryggisfjarlægðir
    • Áhættumat fyrir vinnu við vélar
    • Slys við vélar


Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 23.300 kr

RSÍ endurmenntun: 8.155 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Öryggi við vélar 13. okt 2025 13:00 - 15:00 Google Meet 8.155 kr. Skráning