Áfangaheiti: UPTÆ24nettæk OT
Á þessu námskeiði er lögð áhersla á OT-net (Operational Technology), oft nefnd tæknikerfi. Slík net gegna lykilhlutverki í iðnaðarumhverfum – s.s. í verksmiðjum, orkustöðvum og álverum – þar sem öryggi og áreiðanleiki eru í forgrunni. Ólíkt hefðbundnum upplýsingakerfum (IT), þar sem megináherslan er á aðgengi og trúnað gagna, geta truflanir í OT-kerfum haft alvarlegar afleiðingar, jafnvel hættulegar.
Námskeiðið er þróað í samstarfi við Fortinet og veitir innsýn í hvernig OT-kerfi eru annars eðlis en IT-kerfi. Nemendur fá kynningu á helstu öryggishættum og hvernig bregðast skuli við þeim með viðeigandi tækni og verklagi.
Kennt verður bæði í sýndarumhverfi og í staðbundnu lab-umhverfi þar sem nemendur vinna raunhæf verkefni. Notast verður við Fortinet-búnað og lausnir, t.d. FortiNAC, FortiAuthenticator, FortiEMS og annan iðnaðar netbúnað, til að sýna hvernig hægt er að greina, vakta og stýra netumhverfi.
Munurinn á IT og OT kerfum – verklag, áherslur og áhættur
SD-Branch og forstilling búnaðar fyrir einfaldari uppsetningu
Skýjalausnir og fjarstýring um eldveggi
Bestun á uppsetningu margra eininga samtímis
Úrval búnaðar fyrir mismunandi aðstæður: skrifstofur, verksmiðjur, hótel o.fl.
Grunnatriði WiFi kerfa – hönnun, stýring og GUI viðmót
Tæknileg hugtök: RF, Bandwidth, S/N hlutfall, Guard Interval og truflanagreining
Námskeiðið hentar öllum sem vilja öðlast skilning á OT-umhverfi og geta tekið faglegar ákvarðanir varðandi hönnun, uppsetningu og bilanaleit í samræmi við reglur og staðla. Einnig gagnast það þeim sem starfa með WiFi og minni netkerfum og vilja efla verklega færni sína.
Gert er ráð fyrir grunnskilningi á netkerfum. Mælt er með að þátttakendur hafi lokið FCF og FCA sjálfsnámskeiðum Fortinet (gjaldfrjáls), en það er ekki skilyrði. Til að taka FCF og FCA prófin þarf að stofna aðgang hjá Fortinet Training Institute og byrja námskeiðin.
Kennari er Ingólfur Andri Ágústsson
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 72.000 -
SART: 61.200.-
RSÍ Endurmenntun: 25.200.-
Er í meistaraskóla: 14.400.-
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Netþjónusta - Tæknikerfi (OT) - Fortinet | 10. nóv 2025 - 12. nóv 2025 | Ingólfur Andri Ágústsson | 8:30 - 16:30 | Stórhöfða 27 | 25.200 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050