Um námskeiðið
Viltu læra hvernig þú getur sparað tíma, aukið afköst og fengið betri innsýn í gögn og verkefni með hjálp gervigreindar? Á þessu námskeiði kynnum við Copilot, snjallan aðstoðarmann sem er innbyggður í Microsoft 365 hugbúnaðinn – eins og Word, Excel, Outlook og Teams.
Á námskeiðinu lærir þú m.a.:
- Hvernig Copilot virkar í Microsoft 365 Við förum yfir hvernig Copilot nýtir gervigreind til að aðstoða þig við að skrifa texta, greina gögn, búa til samantektir, svara tölvupósti og margt fleira innan þeirra forrita sem þú notar daglega.
- Að nota Copilot á íslensku – hvernig það skilur og skrifar íslenskan texta (og hvenær er betra að nota ensku)
- Hvernig þú getur sparað tíma og aukið afköst
Þú getur nýtt Copilot til að draga saman fundargerðir, búa til drög að skjölum, greina gögn í Excel og jafnvel skrifa svör við tölvupósti – allt á örskotsstundu.
- Hagnýt dæmi og æfingar
Við skoðum raunveruleg dæmi og æfum hvernig á að nýta Copilot í mismunandi verkefnum, hvort sem þú fæst við stjórnun, kennslu, skrif eða gagnavinnslu.
Fyrir hverja er námskeiðið
Fyrir alla sem vinna í Microsoft 365 umhverfi og vilja nýta gervigreind til að auðvelda sér vinnuna og bæta afköst – óháð tæknikunnáttu.
Skipulagið
Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum
- Föstudaginn 21. nóvember 2025 kl. 09:00-12:00
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 29.000 kr
RSÍ endurmenntun: 10.200 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Flokkar:
Almenn námskeið