Góð þekking á fjármálum frá hinum ýmsum hliðum skiptir höfuðmáli í reksti fyrirtækja. Námið skilar færni í gerð fjárhagsáætlana og að fylgja áætlunum og ákvörðunum eftir á virkan hátt. Þessi kunnátta er t.a.m. nauðsynleg við stofnun nýrra fyrirtækja.
Nemendur öðlast í náminu góða fjármálaþekkingu er snýr m.a. að því að gera áætlanir, lesa ársreikninga, meta bestu fjármögnunarleiðina, nýta sviðsmyndagreiningu og taka skynsamlegar ákvarðanir. Þekkinging getur nýst þeim í öllum greinum atvinnulífsins. Námið er ætlaði öllum þeim sem vilja dýpka þekkingu sína og og auka færni á sviði reksturs og fjármála.
Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur muni:
Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.
Kennarar námslínunnar hafa sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum fjármálastjórnunar eins og stefnumótun, greiningu, fjárfestingastjórnun, ákvarðanatöku, verðbréfamiðlun, hagfræði og markaðsviðskiptum. Þeir nota hagnýt og fjölbreytt verkefni sem tengjast íslensku atvinnulífi í kennslunni.
Námið hentar öllum sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri, sem hafa ekki fjármálabakgrunn en þurfa að koma að áætlanagerð og öðrum verkefnum á þessu sviði. T.d.
Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn í fjármálum.
Námslínan er alls 24 klukkustundir.
Kennt er í staðarnámi í fjórum námslotum og í tímum er unnið í verkefnum bæði einstaklings og í hópum.
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið
Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi og hádegismatur þá daga sem kennt er.
Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR þar sem námsefnið finnst.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 305.000 kr
RSÍ endurmenntun: 106.750 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Fjármál og rekstur fyrirtækja | 01. okt 2025 - 22. okt 2025 | Rafmennt ehf. | 09:00 - 15:00 | Opni Háskólinn - Menntavegur 1 | 106.750 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050