Námskeið í samstarfi við Endurmennntun Háskóla Íslands

Áfangaheiti: 
DAGS15Hlaðogútv

Á þessu námskeiði munu nemendur kynnast fjölbreyttum hliðum dagskrárgerðar fyrir útvarp og hlaðvarp.
Kafað verður ofan í framleiðsluferlið, form og uppbyggingu, viðtalstækni, skrif fyrir hljóðlestur, samtalsstjórn o.fl.
með hlustunardæmum úr öllum áttum. Að námskeiði loknu munu nemendur hafa aflað sér allra helstu
upplýsinga til að stíga sín fyrstu skref í dagskrárgerð.

Á námskeiðinu verður kafað ofan í framleiðsluferli útvarps- og hlaðvarpsþátta. Hugað verður að hugmyndavinnu og uppbyggingu hljóðefnis sem og helstu aðferðum sem beitt er við framleiðslu þess eins og viðtalstækni og handritagerð.
Farið verður á greinandi hátt yfir samsetningu þátta; skoðuð verða helstu tæki sem notuð eru við vinnsluna, klipping í forritum verður kennd sem og önnur hljóðvinnsla.

Í kennslustundum verður virk samhlustun þar sem hlustað verður á útvarps- og hlaðvarpsþætti og tekið eftir þeim hugtökum sem kennd eru en þátttakenndum gefst einnig kostur á að þróa eigin hugmyndir að þáttum í gegnum námskeiðið og vinna stuttar æfingar sem hjálpa þeim að taka fyrstu skrefin í framleiðsluferli eigin þáttar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Form og uppbyggingu hlaðvarps- og útvarpsþátta
  • Handritagerð
  • Viðtalstækni
  • Klippingu og hljóðvinnslu
  • Þróun hugmynda
  • Greiningu hljóðefnis
  • Raddbeitingu
  • Notkun á upptökutækjum
  • Samsetningu útvarps- og hlaðvarpsþátta

Ávinningur þinn

  • Skilningur á helstu byggingareiningum útvarps- og hlaðvarpsþátta
  • Þekking á helstu aðferðum og hugtökum þáttagerðar
  • Skilningur á virkni á klippiforritum og hljóðvinnslu
  • Innsýn í framleiðsluferli dagskrárgerðarmanna
  • Lærir að taka fyrstu skref í þróun eigin útvarps- eða hlaðvarpsefnis

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar vel fyrir áhugafólk um útvarp og hlaðvarp og sérstaklega þau sem langar að læra að framleiða eigið efni. Þátttakendum mun gefast kostur á að skyggnast á bak við tjöldin og fræðast um hvernig útvarps- og hlaðvarpsþættir eru settir saman frá hugmynd til útsendingar. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla þekkingu á miðlunum fyrir námskeiðið.

Aðrar upplýsingar

Vikulegir tímar, þrjár klukkustundir í senn. Fyrri hluti námskeiðsins verður í fyrirlestrarformi, í seinni hlutanum verða samræður og gerðar æfingar í hópum.

Fimmtudagurinn 18. september 19:00 - 22:00

Fimmtudagurinn 25. september 19:00 - 22:00

Fimmtudagurinn  2. október 19:00 - 22:00

Fimmtudagurinn  9. október 19:00 - 22:00

Fimmtudagurinn 16. október 19:00 - 22:00

Ágætis ítarefni / eins konar Biblía hlaðvarpa / ekki nauðsynleg kaup:
Eric Nuzum. Make Noise: A Creator's Guide to Podcasting and Great Audio Storytelling. Bandaríkin: Workman Publishing Company, 2019.

Nánar um kennara

Tómas Ævar Ólafsson er með MA í heimspeki og ritlist og hefur fengist við útvarps- og hlaðvarpsgerð frá árinu 2017. Á ferli sínum hjá Rás 1 hefur hann framleitt þáttaraðir á borð við Öskju, Hvergiland, Ekkert skiptir máli og Ratsjá en einnig stýrt daglegum þáttum á borð við Víðsjá og Tengivagninn.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 98.900
RSÍ endurmenntun 34.900

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Dagskrárgerð fyrir hlaðvarp og útvarp 18. sep 2025 - 16. okt 2025 Rafmennt ehf. 19:00 - 22:00 Dunhaga 7 34.900 kr. Skráning