Áfangaheiti: UPTÆ40LINUX-TIA

CompTIA Linux+ – Fagleg færni í opnum stýrikerfum

Þetta hagnýta námskeið er ætlað öllum sem vilja öðlast traustan grunn í Linux stýrikerfum og undirbúa sig fyrir alþjóðlega viðurkennda CompTIA Linux+ vottun. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í Linux og þeim sem vilja dýpka færni sína til að vinna við kerfisstjórn og rekstur opinna stýrikerfa.

Markmiðið er að nemendur öðlist djúpan skilning á uppsetningu, stillingum og notkun Linux-stýrikerfa – bæði á skjáborði og netþjónum. Farið er yfir skipanalínu (shell), skráarstjórnun, notendastýringu, netstillingar, kerfisöryggi, hugbúnaðarstýringu og sjálfvirkni í rekstri. Námskeiðið er jafnframt góð undirstaða fyrir starf í DevOps, kerfisrekstri og skýjaumhverfi.


Eftir námskeiðið ættu nemendur að:

  • Skilja uppbyggingu og grunnvirkni Linux-stýrikerfa

  • Vera færir um að setja upp og stilla Linux kerfi, bæði netþjóna og vinnustöðvar

  • Nota skipanalínu til að stjórna skrám, ferlum, heimildum og hugbúnaði

  • Skilja hvernig notendur, hópar og réttindi eru stjórnuð í Linux

  • Þekkja öryggistól og leiðir til að verja kerfi gegn ógnunum

  • Geta skrifað einfaldar skriptur og stilla sjálfvirkni

  • Setja upp þjónustur og framkvæma bilanagreiningu í daglegum rekstri


Kennsluaðferðir og áherslur

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, verkefnum og verklegum æfingum í Linux hermum. Unnið er með raunveruleg dæmi sem tengjast daglegum rekstri og netumhverfi. Notast er við viðurkenndar enskar kennslubækur og opin Linux-umhverfi. Kennt er af reyndum sérfræðingi með reynslu af Linux-rekstri í atvinnulífinu.

Kennt verður á mánudögum og þriðjudögum, frá kl 17:00 - 21:00, á. Námskeiðið er 5 vikur, alls 10 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum frá CompTia. Kennslustundir verða teknar upp, þátttakendum gefst því kostur að rifja upp tíma, horfa á fyrirlestra sem þeir hafa misst af og jafnvel tekið hluta eða allt námið í fjarkennslu.

Fyrsti tími er 20. september 2025 og síðasti tímin er 29. október 2025. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CompTIA Linux+ Study Guide: Exam XK0-006" eftir Richard Bloom.


Forkröfur: Almenn tölvufærni og grunnskilningur á tölvukerfum (reynsla af skipanalínu er kostur en ekki krafa)
Lengd námskeiðs: 40

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 160.000 -

SART: 135.000.-

RSÍ Endurmenntun: 55.000.-

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.


Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.

 

 

Flokkar: Endurmenntun
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
CompTIA Linux+ - Inngangur að Linux-stýrikerfum 29. sep 2025 - 29. okt 2025 Abdelaziz Ghazal 17:00 - 21:00 Stórhöfða 27 56.000 kr. Skráning