Námskeið í samstarfi við Opna Háskólann í HR

Frá hugmynd - að verkefni - að fyrirtæki

Hvernig umbreytir þú eigin hugmynd í sjálfbæran rekstur?
Viðskiptamódel, virðiskjarni og að finna rétta viðskiptavininn
Að byggja upp og markaðssetja sitt eigið vörumerki frá grunni

Á þessu námskeiði verða kennd þau grundvallaratriði er snúa að frumkvöðlastarfi og hvernig skapa skuli viðskiptamódel eða fyrirtæki í kringum eigin hugmynd. Varpað verður ljósi á nokkrar af þeim leiðum sem mögulegar eru til að tengja hugmyndir úr ólíkum geirum við ferli nýsköpunar. Ennfremur; hvaða tæki og tól eru nauðsynleg þegar stofna skal fyrirtæki?

Námskeiðið er í senn fræðilegt og hagnýtt og skiptist í tvo hluta. Annars vegar verður farið yfir helstu skilgreiningar á hugtökunum nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og þeim stuðningi sem er í boði á því sviði hérlendis. Hins vegar verður leitast við að kynna hagnýt tæki og tól og gefa þátttakendum þannig kost á að nota hugmyndafræði frumkvöðulsins til að þróa og útfæra eigin hugmyndir. Með því móti öðlast þeir þjálfun í að beita aðferðum nýsköpunar í viðskiptalegum tilgangi í eigin verkefnum.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og þekkingu á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar og geti beitt þeim aðferðum á hugmyndir innan ólíkra greina. Einnig að nemendur geti átt frumkvæði að verkefnum á sviði nýsköpunar. Ætlunin er þannig að styðja við frumkvöðla á fyrstu stigum.

Hvað er kennt:

Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, nýsköpunarferlið og helstu hugtök tengd nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.

Helstu kennsluþættir námskeiðsins:

  • Frumkvöðlaumhverfið
  • Mótun hugmyndar
  • Virðiskjarninn og viðskiptavinurinn
  • Vöruþróun og endurgjöf viðskiptavina
  • Fjármögnun
  • Viðskiptaáætlanir og kynningar

Lærdómsviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • Hafa öðlast þekkingu á meginþáttum nýsköpunar og frumkvöðlastarfs
  • Hafa öðlast þekkingu á ferlinu við stofnun fyrirtækis
  • Hafa öðlast skilning á frumkvöðlaumhverfinu
  • Hafa öðlast reynslu af því að kynna verkefni sín sem vænleg viðskiptatækifæri

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er hugsað fyrir öll þau sem vilja læra um nýsköpun og frumkvöðlastarf. Námskeiðið getur nýst til að stofna eigið fyrirtæki í kringum störf sín.

Skipulagið

Námskeiðið er 12 klst. og er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum eftirfarandi föstudaga kl. 9:00-12:00

   3.október 2025
   10. október 2025
   17. október 2025
   24. október 2025

Sjá nánari tímasetningar undir dagsetningar og dagskrá.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Nemendur fá létta morgunhressingu þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 96.000 kr

RSÍ endurmenntun: 33.600 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Að byggja upp fyrirtæki 03. okt 2025 - 24. okt 2025 Rafmennt ehf. 09:00 - 12:00 Opni Háskólinn - Menntavegur 1 33.600 kr. Skráning