Fréttir

RAFMENNT - Þekking, þróun, færni

Lesa meira

Ný vefsíða

Vefsíða Rafiðnaðarskólans hefur verið endurnýjuð. Þessi nýja síða bíður upp á margar nýjungar svo sem aðlaga sig að margvíslegum tölvugerðum í mismunandi stærðum. Hún á að vera jafn aðgengileg á smartsíman sem á borðtölvuna. Leit að námskeiðum er mjög aðgengileg og eins skráning á námskeið.
Lesa meira

Gildi Rafiðnaðarskólans: Þekking - Þróun - Færni

Þekking - Þróun - Færni. Þekking er undirstaða framfara. Í starfi Rafiðanaðarskólans er lögð áhersla á að uppfylla þekkingarþörf nemenda til framfara í starfi. Lögð er áhersla á að nemendur geti tryggt faglega grunnþekkingu auk sérhæfðar þekkingar sem nauðsynleg er til að halda faglegri færin í starfi í síbreytilegum tækniheimi.
Lesa meira

Nóvember 2015: Náttúrulegt rafmagn!

Hvað eru norðurljósin? Hvers vegna myndast eldingar? Hvaða kraftur stýrir áttavitanum? Eru rafsegilbylgjur í náttúrunni?
Lesa meira

Október 2015: Rafmagn fyrir rafbílinn! Raflagnir fyrir hleðslustöðvar.

Johan Rönning sér um kynningarfundinn fyrir okkur að þessu sinni. Fjallað er um hleðslutæki fyrir rafbíla og hvernig ganga skal frá tengingu hleðslutækja í bílageymslum eða úti á plani. Starfsmenn Johan Rönning hafa sérhæft sig á þessu sviði og munu jafnhliða því að fræða okkur um þessi mál, kynna fyrir okkur raflagnaefni til þessara nota.
Lesa meira

September 2015: Loftlínur eða háspennujarðstrengir?

Flutningskerfi Landsnets fyrir raforku hefur verið mjög mikið í umræðunni að undanförnu. Á þessum kynningarfundi er leitast við að gera grein fyrir kostum og göllum mismunandi flutningsaðferða. Fjallað er um málið fyrst og fremst út frá tæknilegu sjónarmiðið.
Lesa meira

Meistaranám í rafvirkjun og rafeindavirkjun

Meistaranám í rafiðngreinum er samtals 56 eininga nám, sem í stórum dráttum er skipt í tvo hluta, almennan hluta og sérgreinahluta. Almenni hlutinn er sameiginlegur öllum iðngreinum og skiptist hann í almennt bóknám (10 einingar) og nám í stjórnunar- og rekstrargreinum (16 einingar). Nám í almenna hlutanum er hægt að sækja í framhaldsskólum víða um land.
Lesa meira

Janúar 2015: Varmadælur

Fyrirlesturinn fjallar um helstu þætti sem líta ber til þegar hugað er að vali á varmadælu. Um þrjár megingerðir af varmadælum er að ræða. Þ.e.: Jarðvarmadælur Loft í vatn varmadælur Loft í loft varmadælur
Lesa meira

Nóvember 2014: Lækningatæki

Tækjabúnaður Landspítalans hefur mikið verið til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Rafiðnaðarskólinn býður nú upp á stuttan kvöldfyrirlestur um yfirlit yfir lækningatæki á Landspítalanum og þá tækni, sem þau byggja á. Fyrirlesari er Gísli Georgsson verkfr./eðlisfr. - Umsjónarmaður viðhalds lækningatækja hjá Heilbrigðistæknideild Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Lesa meira

Október 2014: Um höfundarrétt á rafrænum miðlum

Lesa meira