Janúar 2014: Hraðabreytar og mjúkræsar fyrir rafmótora

Fyrirlesturinn fjallar um hinar ýmsu stýringar sem í boði eru fyrir rafmótora. Þar má nefna mjúkræsingar, tíðnibreyta og vektorstýringar. Fyrirlesari er: Guðmundur Ævar Guðmundsson frá Raftæknideild Fálkans
Lesa meira

Nóvember 2013: Microsoft skýið! / Microsoft Office 365 kynning

Ný aðferð fyrir gagnageymslu og hugbúnaðarleigu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný tækni sem allir tölvunotendur verða að kynna sér. Á þessum kynningarfundi fáum við Hjört Árnason frá fyrirtækinu H.Árnason til að kynna þessa nýjung.
Lesa meira

Nóvember 2013: Ferð Voyager-geimfarsins út úr sólkerfinu

Ferðalag Voyager geimfarsins er stórkostlegur tæknisigur og mjög áhugavert er fyrir tæknisinnað fólk að fræðast um þetta ferðalag sem hófst árið 1977 eða fyrir um 36 árum síðan. Enn er geimfarið að senda upplýsingar til jarðarinnar þó að fjarlægðin sé orðin það mikil að fjarskiptin eru 17 daga á leiðinni, þrátt fyrir að þau berist með ljóshraða.
Lesa meira

September 2013: UHF stafræna sjónvarpskerfi Vodafone

RUV hefur gert samkomulag við Vodafone um að byggja upp stafrænt dreifikerfi um land allt í háskerpu.
Lesa meira

Apríl 2013: eTactica orkueftirlitskerfið

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric kynnir eTactica orkueftirlitskerfið. Fyrirlesari: Hilmir Ingi Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ReMake Electric
Lesa meira

Mars 2013: Um vindmyllur á Íslandi til framleiðslu rafmagns.

Um vindmyllur á Íslandi til framleiðslu rafmagns. Mun rokið okkar loksins gera gagn? Fyrirlesari: Margrét Arnarsdóttir frá Landsvirkjun
Lesa meira

Nóvember 2012: Saga rafvirkjunar á Íslandi

Ásgrímur Jónasson rafmagnsiðnfræðingur vinnur að útgáfu bókar sem ber vinnuheitið "Saga rafvirkjunar á Íslandi". Ásgrímur kynnti bókina á þessum fundi og las valda kafla úr henni.
Lesa meira