06.mar 2024
Rafmennt, Iðan og Reykjafell halda kynningarfyrirlestur í samstarfi við Firesafe um reyk- og brunvarnir, fimmtudaginn 14. mars kl. 11:30 - 13:00 í húsnæði Rafmenntar, Stórhöfða 27.
Sérfræðingar frá Firesafe í Noregi munu vera með kynningu á reyk og brunaþéttingum, farið verður í lausnir, notkun þeirra og uppsetningu.
Lesa meira
28.mar 2023
Öryggisfatnaður fyrir fólk í rafiðnaði. Sérfræðingar koma frá Snickers í Svíþjóð og fara yfir helstu þætti í notkun og umgengni á ljósbogafatnaði.
Einnig verður farið yfir merkingareglur og endingu á ljósbogafatnaði.
Lesa meira
14.mar 2023
Fimmtudaginn 16. mars kl: 12:00 - 13:00 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi á Teams á sama tíma. Alexander Eck kemur til að kynna Snjalling, á fræðslu- og kynningarfundinum verður haldið erindi um snjallheimili, hússtjórnarkerfi og annað sem viðkemur notkun og öryggi í snjallbúnaði.
Lesa meira
07.des 2022
Ingvar Ingvarsson kemur með erindi frá IceCom um prentara, kapla, töflur og tæki.
Lesa meira
29.nóv 2022
Óskar Frank Guðmundsson kemur með erindi um hlutverk HMS varðandi rafmagnsöryggi, hvernig eftirliti er háttað í þeirra verkefnum, hver útkoman var og hvernig niðurstöður eru notaðar. Einnig verður farið yfir réttindi rafvirkja- nema/sveina/meistara um vinnu í rafiðnaði samkvæmt lögum sem gilda um þau mál og hvernig þetta tengist löggildingu rafverktaka.
Lesa meira
24.okt 2022
Erindi um rafgæði og áhrif á rekstur fyrirtækja. Farið yfir truflanir sem geta myndast, yfirtónar í fösum og núlli og áhrif jarðbindinga.
Lesa meira
28.apr 2022
Mánudaginn 9. maí var haldin fræðslu- og kynningarfundur með Johan Rönning á Stórhöfða 27 og í beinu streymi á sama tíma
Lesa meira
13.okt 2021
Fimmtudaginn 21. október verður haldin fræðslu- og kynningarfundur með Reykjafelli á Stórhöfða 27 og í beinu streymi.
Lesa meira
30.ágú 2021
Ragnar Þór Valdimarsson, stofnandi Faradice fer yfir þróunarferli á íslenskum hleðslustöðvum fyrir rafbíla
sem fyrirtæki hans framleiðir og selur í samstarfi við Örtækni. Hann mun fara yfir allt ferlið, hvað hann lærði, hver staðan er í dag og svara spurningum.
Lesa meira
10.maí 2021
Skarphéðinn Smith frá Fagkaup kynnir snjallkerfi og hússtjórnarkerfi. Farið verður í þær lausnir sem fyrirtækin geta boðið uppá, kosti og galla, helstu eiginleika þeirra og mismun á milli þeirra kerfa sem í boði eru. Hver er munurinn á einfaldari snjallkerfum sem eru vinsæl við heimilisnotkun og svo fullþroska hússtjórnarkerfum eins og KNX (Instabus).
Lesa meira