Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.
Áfangaheiti: ÖRYG01LOKRÝ
Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Meet.
Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum.
Hvað er lokað rými og hvaða hættur geta skapast þar?
Fjallað verður um fimm hættur í lokuðu rými, súrefnisleysi, of mikið súrefni, sprengifimar lofttegundir, hættulegar lofttegundir og ryk. Hvenær og hvernig á að framkvæma áhættumat vegna vinnu í lokuðu rými? Hvaða búnaður og tæki eiga að vera til staðar? Hvaða neyðarbúnaður á að vera til staðar til að bjarga fólki úr lokuðu rými. Hvenær verður að gefa út gaseyðingarvottorð og hver má gefa það út? Kynntur verður gátlisti sem gott er að fylla út áður en vinna hefst í lokuðu rými. Að lokum verður farið yfir mikilvægi lúguvaktar og lúgumanna.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 20.900 kr
RSÍ endurmenntun: 7.315 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Vinna í lokuðu rými | 19. des 2024 | kl 13:00-15:00 | Google Meet | 7.315 kr. | Skráning | |
Vinna í lokuðu rými | 17. feb 2025 | 13:00 - 15:00 | Google Meet | 7.315 kr. | Skráning | |
Vinna í lokuðu rými | 03. jún 2025 | 13:00 - 15:00 | Google Meet | 7.315 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050