Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheiti: ALMN03VERKST

 

Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Teams.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda af raunverulegum aðstæðum.

Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum?

Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál?

Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins. Farið verður yfir hvað skiptir mestu máli fyrir verkstjóra að vita s.s. framkvæmd vinnuverndarstarfs, áhættumat, skráning og tilkynning vinnuslysa ásamt þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Einnig verður komið inn á ábyrgð verksjóra á vinnuumhverfinu almennt t.d. hávaða, lýsingu, innilofti, notkun efna og véla. Að lokum verður fjallað stuttlega um mikilvægi verksjóra varðandi andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 21.900 kr

RSÍ endurmenntunarverð 7.665 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Verkstjóranámskeið 25. mar 13:00 - 15:00 Google Meet 7.665 kr. Skráning