Áfangaheiti: ALMN08VERK

Á námskeiðinu er fjallað um grunnatriði og helstu verkfæri verkefnastjórnunar, áætlanagerð og áhættumat í verkefnum, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni verkefna með áherslu á einföld verkefni.

Stuðst verður við Hugtakalykil verkefnastjórnunar sem útgefinn er af IPMA, Alþjóða verkefnastjórnunarsambandinu, og staðalinn ISO 21502.

Sýnd verða dæmi um hvernig fáein verkefni tengd hönnun og uppsetningu rafkerfa gengu fyrir sig.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 31.200 kr

SART: 26.520 kr

RSÍ endurmenntun: 10.920 kr

Meistaraskóli: 6.240 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið