Námskeið í samstarfi við Iðuna - Fræðslusetur
Áfangaheiti: ÖRYG06Rörapa
Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað.
Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Kennt verður um uppsetningu, notkun og niðurtöku röraverkpalla miðað við kröfur í reglugerð um röraverkpalla frá 2018.
Á námskeiðinu eru vinnuverndarlögin kynnt stuttlega og farið er yfir helstu reglugerðir sem tengjast fallvörum.
Aðrar fallvarnir en röraverkpallar eru kynntar s.s. trévinnupallar, stigar og tröppur, körfukranar (spjót), skæralyftur,
hengiverkpallar, skotbómulyftarar með CE merktri mannkörfu, mannkörfur fyrir lyftara, mannkörfur fyrir krana, CE merktar
mannkörfur fyrir krana, vinnulyftur og að lokum verður fjallað um fallbelti og öryggislínur.
Gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat) er kynnt og farið verður yfir hvernig á að gera slíka áætlun vegna
vinnu í hæð. Öryggis og heilbrigðisáætlun á byggingarvinnustað er kynnt stuttlega.
Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á þriðja og síðasta hluta þess sem er verklegur í staðnám
Ávinningur: Aukin þekking á röraverkpöllum með því markmiði á að fækka vinnuslysum.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 45.000.- kr.
RSÍ Endurmenntun: 15.800.- kr.
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Röraverkpallar | 30. jan 2025 - 31. jan 2025 | 9:00 - 12:00 | Iðan - Vatnagörðum 20 | 15.700 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050