Áfangaheiti: FJAR16UNIFI

Lýsing

Námskeiðið er sett upp til að ná góðum tökum á UniFi-kerfum, áhersla er lögð á grundvallaratriði netkerfa og uppsetningu þráðlausra netkerfa. Þú lærir hvernig á að setja upp og stjórna netkerfum með því að nota UniFi beina, skipta og aðgangspunkta. Aðaláherslan verður á þráðlaus netkerfi, þar sem farið verður yfir lykilatriði eins og að tryggja netkerfi, setja upp "Heita reiti" og búa til gestanet. Farið er í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynnst helstu íhlutum.  Einnig verður farið yfir forritunarviðmót umsjónaraðila kerfisins. 

Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu. Notast verður við myndrænt viðmót(GUI) sem UniFI býður uppá.

Einning mun vera farið í VLAN skilgreiningar og VLAN hönnun. Farið er yfir RF, BW, S/N og Guard Interval og önnur truflana gildi sem þarf að hafa í huga til að hámarka flutnings getu kerfa.

Kennsla er verkleg og munu þátttakendur hanna, setja upp kerfi ásamt kennslu á kerfisumsjón slíkra kerfa.

Markmið

Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með góða þekkingu á setja upp, reka og viðhalda netkerfi sem byggist á UniFI lausnum. Þátttakandi mun afla sér þekkingar um netöryggi, bilanaleit og úrlausnir á vandamálum sem geta komið upp við rekstur netkerfa. Hvernig á taka faglegar ákvarðanir samkvæmt stöðlum og reglugerðum varðandi hönnun, uppsetningu, breytingum og bilanleit. Þátttakandi mun hafa innsýn inní aðrar lausnir sem UniFi býður uppá, svo sem myndavélakerfa og aðgangskerfa. 

Fyrir hverja

Námskeiðið er áætlað rafvirkjum, rafeindavirkjum, tæknifólki og öðrum áhugasömum um rekstur netkerfa þótt það sé á venjulegu heimili eða minni og meðalstórum fyrirtækjum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er 16 kennslustundir, dreift á tvo daga. Kennsla hefst kl 8:30 og lýkur kl 17:00 

Hver kennslustund er 60 mínútur. Í hverri kennslustund er gert ráð fyrir verklegum æfingum og örstuttu hléi. Hádegishlé er á milli 12:00 og 12:30.

Námskeiðsgögn
 
Kennslugögn eru í PDF formi, nemendur fá aðgang að fartölvu til leysa verkefnin en eru hvattir til að koma með eigin fartölvu.

 

 

 Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48.400
SART 41.140
RSÍ endurmenntun 16.940
Er í meistaraskóla 9.680

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Endurmenntun Almenn námskeið Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Unifi-WIFI 31. okt 2024 - 01. nóv 2024 Heimir Snær Gylfason 9:00 - 12:00 Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning