NÁMSMARKMIÐ

Að gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi þess að vera meðvituð um tíma sinn og skipulag á honum. Einnig hvernig við getum nýtt hann sem best og komið sem mestu í verk af því sem við viljum og þurfum að klára af fyrirliggjandi verkefnum.

KENNSLUFORM

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.

LENGD NÁMSKEIÐS

Námskeiðið er 3 klst.

Verð per þátttakenda: kr. 24.900. (okkar verð: 8715)

NÁMSKEIÐSLÝSING

Farið í hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir. Til að greina mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er m. a farið í hvernig má nýta sér Parkinsson- og Paretolögmálið einnig fjallað um mikilvægi þess að nota verkefnalista.

LEIÐBEINANDI

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Flokkar: Almenn námskeið