Áfangaheiti: HLFS32SMAART

Grunnnámskeið þar sem farið er yfir grunnatriði þess að setja upp og stilla Smaart mælibúnað, taka rófs- og flutningsaðgerðamælingar og læra að stjórna og vinna með birtingu mæligagna innan Smaart.

 

Þetta námskeið byrjar á yfirliti yfir almenna mælingarfræði sem og rekstrarsamhengi sem Smaart er notað í, með áherslu á að veita þátttakanda hagnýta þekkingu á því hvernig Smaart starfar sem tæki til að gera gildar, framkvæmanlegar og endurteknar mælingar.

Kennari námskeiðsins er Thomas Züllich frá Rational Acoustics Scandinavia framleiðanda SMAART.

Þátttakendur takast á við verkefni sem hafa beina tengingu við notkun hugbúnaðarins í raunverulegum aðstæðum við uppsetningu hljóðkerfa.

Nemendur fá 30% afslátt af ótímabundnu (perpetual) leyfi á SMAART við þátttöku í námskeiðinu. Aðgang að afslætti er úthlutað 1-2 vikum fyrir námskeið.

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 230.000 kr

RSÍ endurmenntun: 130.000 kr

 

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

 


Flokkar: Tæknifólk