Áfangaheiti: ALMN04ÖRNET

Öryggisvitund á netinu

 

Internetið er frábær tækni – þar til það vinnur gegn þér. Óprúttnir aðilar, hakkarar og svindlarar eru stöðugt að þróa nýjar leiðir til að komast yfir lykilorð, persónuupplýsingar, greiðsluupplýsingar og jafnvel heilu netkerfin. Og sannleikurinn er óþægilegur: stærsti veikleikinn er oftast notandinn sjálfur.

En spurningin er einföld:
Viltu láta hakka þig?
Eða…
Ætlarðu að læra að “hakka til baka” – með þekkingu, færni og réttri hegðun?

Á þessu námskeiði lærir þú:

  • þekkja helstu hættur á Internetinu og greina blekkingar, phishing(veiðar) og aðrar aðferðir sem  eru notaðar til að gabba notendur.
  • tryggja öryggi í samskiptum, hvort sem það er í tölvupósti, skilaboðum, spjalli eða þegar þú átt í samskiptum við þjónustuaðila eða viðskiptavini.
  • Hvaða öryggiskröfur þú átt að gera til þeirra sem þjónusta þig eða fyrirtækið þitt.
  • Bestu venjur og öruggar aðferðir fyrir vinnu í stafrænum heimi – hvort sem þú ert í fjarvinnu, á vinnustað eða á ferðalagi.
  • Hvernig þú getur orðið “mannlegi eldveggurinn” sem stöðvar árás áður en hún hefst.

Þetta námskeið hentar öllum sem nýta netið – bæði í vinnu og einkalífi. Að því loknu verður þú:

  • Færari í öruggri hegðun á netinu
  • Betur í stakk búin(n) til að þekkja og bregðast við netárásum og svindli
  • Öruggari hegðun þegar kemur að netöryggi – og mun síður skotmark fyrir hakkara

Á námskeiðnu verða sýnd raundæmi frá Íslandi sem hafa átt sér stað, afleiðingar af velheppnaðri árás og algengustu mannlegu veikleikarnir sem netárásir byggja á.

Námskeiðið er í boði bæði í stað- og fjarkennslu

Leiðbeinendur koma frá netöryggisfyrirtækinu Syndis, sem er leiðandi fyrirtæki sem hjálpar til við að veita stofnunum og fyrirtækjum nýstárlegar öryggislausnir.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 19.400 kr

SART: 16.490 kr

RSÍ endurmenntun: 6.790 kr

Meistaraskóli: 3.880 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Ekki láta hakka þig! - Öryggisvitund á netinu 26. mar. 2026 13:00 - 16:30 6.790 kr. Skráning