Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheiti: ÖRYG06TRÚN

Námskeiðið fer bæði fram í fjarnámi og fjarkennslu gegnum Google Meet. Viku fyrir námskeiðið fá þátttakendur senda fyrirlestra og verkefni sem þeir skoða áður en námskeiðið er klárað í fjarfundi á Google Meet.

Á fjarfundinum eru rifjuð upp aðalatriði námskeiðsins og farið yfir verkefni námskeiðsins. Einnig verða lögð fyrir raunhæf verkefni í útsendingunni.

Hvað er hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum.

Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 41.900 kr

RSÍ endurmenntun: 14.665 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Öryggistrúnaðarmenn og -verðir 13. maí 13:00 - 15:00 Google Meet 14.665 kr. Skráning