Áfangaheiti: MRAT08Úttekt

Nemendur læra um löggildingu rafverktaka, hvaða skyldur og réttindi fylgja löggildingu og hvaða verk eru tilkynningarskyld. Farið verður yfir rafmagnsöryggisgáttina og hvernig hún virkar, fyrir rafverktaka, rafveitur og skoðunarstofur.
Nemendum verður kennt að hvernig er óskað eftir þjónustu frá rafveitum og hvernig þeir senda inn
lokatilkynningar til HMS. Farið verður yfir ferlið við skoðanir á tilkynntum verkum, hvaða réttindi rafverktakarnir
hafa gagnvart skoðunarstofum og HMS ásamt því hvernig skuli bregðast við athugasemdum á þeirra verkum,
andmæli og úrlausnir. Að lokum verður farið yfir mælingar í neysluveitum, hver tilgangur þeirra er og
hvaða aðstæður geti kallað á aðgerðir og/eða tilkynningar til dreifiveitu eða HMS ásamt spurningum
frá nemendum ef tími gefst.

Námskeiðið fer fram í staðkennslu í húsi Rafmenntar að Stórhöfða 27 og í fjarkennslu í gegnum Microsoft Teams.

Kennari: Óskar Frank Guðmundsson (HMS)


Fullt verð 31.200
SART 26.520
RSÍ endurmenntun 10.920
Er í meistaraskóla 6.240

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun