Áfangaheiti: HLJMY08MYTÆSV


Á námskeiðinu verður farið yfir forsendur og framkvæmd á myndbandshönnun
fyrir sviðslistir, sjónvarp, viðburði og tónleika. Ferlið verður skoðað í kjölinn og
kafað dýpra í stærstu og mikilvægustu póstana á leiðinni.

 

Meðal annars verður eftirfarandi spurningum svarað:

 

- Hvaða upplýsinga þarf að afla áður en haldið er í verkefni ?

- Hvaða fleti er best að nota til að leysa verkefnið ?

- Hversu öflugan og þéttan LED skjá þarf í verkefnið ?

- Er varpinn minn nógu öflugur í verkefni ?

- Hvernig er best að mappa út myndefni fyrir ólíka fleti ?                                                                                                                                                                                        Mynd: Magnús Stefán Sigurðsson

- Hvernig er best fyrir mig að sýna kúnnanum myndefnið fyrir viðburð ?

- Hvað er Media Server ?

- Hversu mikla upplausn og rammafjölda þarf myndefnið ?

- Í hvaða formi þarf að skila myndefninu ?

- Hvernig er best að manna verkefnið ?

- Þarf ég sérstakt leyfi til að nota ákveðið myndefni ?

- Hvað er rauntíma myndefni og hvernig útbý ég það ?

- Hvað eru Codec-ar og afhverju skipta þeir máli í myndbandshönnun ?

 

Námskeiðið er fyrir fólk með grunnþekkingu og reynslu á framleiðslu á myndefni sem við auka þekkingu sína á framleiðslu efnis við myndbandshönnun.

Þátttakendur mæta með sinn eigin búnað á námskeiðið (fartölvu með þeim mynd- og myndbandsvinnslu forritum uppsettum sem þeir nýta sér).

 

Námskeiðið verður í fyrirlestrarformi auk þess sem nemendur geta lagt fram spurningar til umræðu og leysa verkefni sem eiga sér raunverulega hliðstæðu í iðnaðinum.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ingi Bekk. Ingi útskrifaðist með BA gráðu í Ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama árið 2013 og hefur áralanga reynslu af myndbands-, ljósa- og sviðshönnun fyrir verkefni af öllum stærðum og gerðum hérlendis og erlendis. Sjónvarpsverkefni sem hann hefur unnið eru meðal annars Söngvakeppni Sjónvarpsins, The Voice, Idol, 'Páll Óskar í Höllinni'. Tónleikaverkefni innihalda Blur í Hyde Park, Backstreet Boys á MTV, Two Door Cinema Club og Bombay Bicycle Club auk fjölda tónleika fyrir Mugison, Hjaltalín, Retro Stefsson og FM Belfast. Leikhúsverkefni sem bera hæst eru The Tempest fyrir Royal Shakespeare Company, Matthildur (Borgarleikhúsið), Rocky Horror (Borgarleikhúsið), Píla Pína (Menningarfélag Akureyrar), The Magic Flute (ENO og Complicite), Þitt eigið leikrit (Þjóðleikhúsið) og Hafið (Þjóðleikhúsið).


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.


Fullt verð: 38.800.- kr


RSÍ Endurmenntun: 13.580.- kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Námskeiðið er haldið mánudagana 20. maí frá 08:30 - 12:30 og 27. maí frá 08:30 - 12:30

 

 

 


Flokkar: Tæknifólk