NÁMSMARKMIÐ

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná meiri árangri, t.d. auka sölu, bæta þjónustu, auka hagnað eða ná einhverju persónulegu markmiði. Sýnt verður fram á hvernig markmiðasetning getur verið mikilvægt hjálpartæki á leiðinni að settu marki.

KENNSLUFORM

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

 

NÁMSKEIÐSLÝSING

Kynnt er fyrir þátttakendum mikilvægi markmiðasetningar bæði í starfi og einkalífi með það að leiðarljósi að ná meiri árangri og gera drauma sína að veruleika.

Kynntar verða aðferðir við markmiðasetningu, farið í hugsun og viðhorf og hversvegna sumir ná aldrei markmiðum sínum á meðan aðrir ná þeim alltaf. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og setji sér markmið meðan á því stendur.

 

Námskeðið er tvö skipti.

Í fyrra skiptið er farið í aðferðarfræði við markmiðasetningu og þátttakendur setja sér markmið.

Í seinna skiptið er eftirfylgni á árangri þátttakenda á settum markmiðum.

 

LENGD NÁMSKEIÐS

Námskeiðið er 6 klst. (2×3 klst.).

Verð per þátttakenda: kr. 39.900. (okkar verð 13965kr)

 

LEIÐBEINANDI

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Flokkar: Almenn námskeið