Áfangaheiti: FRLA16LOX

Á þessu námskeiði er snjöll sjálfvirkni með Loxone kynnt. Loxone er alþjóðlegur leiðtogi í lausnum fyrir snjallar byggingar. Snjöll sjálfvirkni og fullkomin stjórnun á ljósum, gardínum, hita, loftræstingu, gluggum, öryggi og fleira er leikur einn með Loxone fyrir íbúðir, hús, fyrirtæki, hótel eða veitingastaði.

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur en getur einnig nýst þeim sem hafa reynslu af Loxone en vilja upprifjun.

Farið verður yfir grunnþætti í Loxone Config og einföld stýring sett upp þar sem m.a. ljósum, gardínum og hita/kælingu er stýrt. 

Nemandi fær aðgang að kennslutösku með helsta búnaði, s.s. Miniserver, hreyfiskynjara, rofum, ljósi o.fl. sem þarf fyrir námskeiðið. Þeir sem vilja nota eigin tölvur þurfa að setja upp Loxone Config 14 sem nálgast má á eftirfarandi slóð: https://www.loxone.com/enus/support/downloads/ (Windows)

 

 

Hægt er að taka þetta námskeið í fjarnámi. Skráðu þig hér fyrir neðan með
minnst viku fyrirvara og sendu okkur póst á loxone@rafmennt.is.

 

 

 

 

 

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48.400 kr
SART 41.140 kr
RSÍ endurmenntun 16.940 kr
Er í meistaraskóla 9.680 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.


Flokkar: Endurmenntun