Námskeiðið í kennt í fjarkennslu á Teams
Áfangaheiti: MRAT08KUNN
Þetta námskeið er almennt lágmarkskrafa fyrir fastráðið starfsfólk og verktaka veitna til þess að öðlast lyklaheimildir við og í kringum raforkuvirki.
Viðfangsefni námskeiðsins er að fara yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 3.031 og VRL 3.032 vega þungt, ásamt viðeigandi ákvæðum í ÍST EN 61936-1 og ÍST EN 5022. Farið er yfir uppbyggingu og kröfur í rafmagnsöryggisstjórnkerfum (RÖSK) ásamt reglum um hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu í samræmi við framangreind skjöl. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 31.200 kr
SART: 26.520 kr
RSÍ endurmenntun: 10.920 kr
Meistaraskóli: 6.240 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050