Hraðastýringar / Tíðnibreytar fyrir mótor: STÝR08HrMót

 

Á námskeiðinu verður farið yfir val, virkni, tengingar , forritun , ( nettengingar,) gangsetningar og prófanir á hraðabreytum / tíðnibreytum frá meðal
annars ABB - Danfoss - Rockwell, Siemens og Schneider.

Þátttakendur fá "Hands On" - reynslu þar sem hraðabreytar og mótorar verða keyrðir í rauntíma í kennslustofunni.
Námskeiðið hentar vel fyrir alla rafiðnaðarmenn með áhuga á rafmótorum og stýritækni sem er notuð í dag. 

Rönning verður með kennslu á námskeiðinu þar sem farið verður yfir virkni hraðabreyta frá ABB


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 31.200 kr

SART: 26.520 kr

RSÍ endurmenntun: 10.920 kr

Meistaraskóli: 6.240 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun