Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheiti: VINN80GRUNN

Grunnnámskeið vinnuvéla er stundum kallað „Stóra námskeiðið“. Námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi. Íslensk réttindi eru viðurkennd víðast hvar í Evrópu.

Námskeiðið fer 99% fram í fjarnámi, aðeins lokaprófið er í kennslustofu hjá Vinnuverndarskólanum, á vinnustöðum eða í fjarnámsmiðstöð eftir samkomulagi.
Allir sem eru orðnir 16 ára geta tekið námskeiðið en til að fá fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

 

Þátttakendur geta byrjað á námskeiðinu þegar þeir vilja og lært þegar þeir vilja.

Hægt er að horfa á námsefnið og leysa verkefni eins oft og hver vill.

 

Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, ítarefni, verkefnum sem eru krossaspurningar og krossaprófum. Það þarf að leysa verkefnin og standast prófin til geta haldið áfram á námskeiðinu.

 Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Að verklegri þjálfun lokinni er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu. Vinnueftirlitið gefur út vinnuvélaskírteini. Öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum.

 

 

 

 

 

 

Uppbygging námskeiðsins:

 1. Kynning, vinnuverndarlög, reglur og reglugerðir
 2. Vinnuverndarstarf og sálfélagslegt vinnuumhverfi – Próf úr köflum 1 og 2
 3. Hættuleg efni, inniloft og loftræsting, hávaði og lýsing
 4. Vélfræði, vökvafræði, rafgeymar og hleðsluklefar fyrir rafgeyma
 5. Eðlisfræði, uppstilling og stöðugleiki vinnuvéla, ásláttarbúnaður – Próf úr köflum 3 til 5
 6. Hífivír, stjórnbúnaður krana, að hífa fólk með krana og merkjakerfi fyrir kranastjórn
 7. Byggingakranar og hafnarkranar í skráningarflokki A
 8. Hleðslukranar í skráningarflokkum B og P
 9. Brúkranar í skráningarflokki C
 10. Steypudælukranar og körfukranar í skráningarflokki D – Próf úr köflum 6 til 10
 11. Öryggi við skurðgröft
 12. Gröfur og traktorsgröfur í skráningarflokki E
 13. Ámokstursskóflur í skráningarflokki F
 14. Jarðýtur í skráningarflokki G
 15. Vegheflar í skráningarflokki H
 16. Jarðvinnuvélar undir 4 tonnum og dráttarvélar í skráningarflokki I – Próf úr köflum 11 til 16
 17. Lyftarar og lyftitæki í skráningarflokkum J og K,
 18. Að lyfta fólki með lyftara – Próf úr köflum 17 og 18
 19. Valtar, útlaggningarvélar og fræsarar í skráningarflokkum L og M – Próf úr kafla 19
 20. Lokaorð

Skólinn hvetur nemendur til að halda sig að náminu og ljúka að jafnaði 1-4 köflum á dag.

Bóklegt lokapróf

Bókleg lokapróf eru haldin einu sinni í mánuði í Rafmennt Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.

Næstu próf verða haldin:

Desember

 • 13.12.23    kl. 16:00

Janúar

 • 17.01.24    kl. 16:00

Febrúar

 • 07.02.24    kl. 16:00
 • 28.02.24    kl. 16:00

Mars

 • 13.03.24    kl. 16:00
 • 27.03.24    kl. 16:00

Apríl

 • 10.04.24    kl. 16:00
 • 24.04.24    kl. 16:00

Maí

 • 08.05.24    kl. 16:00
 • 22.05.24    kl. 16:00
 • 29.05.24    kl. 16:00

Júní

 • 12.06.24    kl. 16:00
 • 19.06.24    kl. 16:00
 • 26.06.24    kl. 16:00

Júlí

 • 10.07.24    kl. 16:00
 • 24.07.24    kl. 16:00

Ágúst

 • 14.08.24    kl. 16:00
 • 28.08.24    kl 16:00

September

 • 11.09.24    kl. 16:00
 • 25.09.24    kl. 16:00

Október

 • 09.10.24    kl. 16:00
 • 23.10.24    kl. 16:00

Nóvember

 • 06.11.24    kl. 16:00
 • 20.11.24    kl. 16:00

Desember

 • 04.12.24    kl. 16:00
 • 18.12.24    kl. 16:00

Fullt verð (utan félagsmenn): 65.900 kr

RSÍ endurmenntun: 18.900 kr

Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Grunnnámskeið vinnuvéla 01. jún - 01. ágú Fjarkennsla 18.900 kr. Skráning