Markmið
Markmið námskeiðsins er að stjórna peningum betur, þannig að þú sért betur í stakk búin til að taka ákvarðanir um hvað hentar þér best í fjármálum út frá þínum markmiðum, getir stýrt betur í hvað peningarnir fara og þannig notið þeirra sem allra mest.
Það sem þátttakendur fá á námskeiðinu
Að námskeiði loknu hefur þú næga þekkingu til að setja þér markmið og stýra þínum fjármálum af öryggi til að uppfylla þau markmið. Þú gengur út af námskeiðinu með kunnáttu til að skilja peninga og þær fjármálavörur sem eru í boði á markaðnum, hverjir séu kostir og gallar þeirra og síðast en ekki síst hvaða kostnaður fylgir fjármálaþjónustu. Einnig færð þú ýmis verkfæri sem þú lærir á, á námskeiðinu og nýtast þér til framtíðar til að viðhalda góðri peningastjórn.
Innihald
Á námskeiðinu er farið yfir alla þætti fjármála sem einstaklingar þurfa að takast á við í daglegu lífi. Meðal þess sem er kennt:
Dagleg hugtök í fjármálum
Markmiðasetning
Möguleikar í sparnaði
Fjárfestingar
Verðbréfasjóðir
Úrræði í íbúðakaupum
Mismunandi tegundir lána
Tryggingavernd
Lífeyrisréttindi
ÁHK árleg hlutfallstala kostnaðar
Tegundir vaxta
Grundvallar tryggingar
Fjárhagserfiðleikaúrræði
Greiðsluleiðir
Peningaáætlun
Peningayfirsýn
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem vilja eignast meiri peninga og öðlast þekkingu á hvaða tækifæri standa til boða til að nýta sína peninga þannig að þeir þjóni þeirra hagsmunum og markmiðum. Ekki þarf að hafa neina undirbúnings þekkingu til að námskeiðið nýtist og námskeiðið er gagnlegt bæði þeim sem hafa áður lært eitthvað um fjármál og þeim sem hafa það ekki.
Þjálfari námskeiðisins
Þóra Valný Yngvadóttir viðskiptafræðingur og fjármálamarkþjálfi er leiðbeinandi námskeiðisins.
Fyrirkomulag
Kennt er í 3 klst í senn í 3 skipti = 9 klst
Næsta námskeið:
Mánudagur 16. október kl. 18:00 - 21:00
Mánudagur 23. október kl. 18:00 - 21:00
Mánudagur 30. október kl. 18:00 - 21:00
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 39.900 kr
RSÍ endurmenntun: 11.200 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Fjármál einstaklinga á mannamáli | 16. okt | 18:00-21:00 | Teams | 11.200 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050