Áfangaheiti: ÖTST12ESP32
 
ESP32 er fjölhæfur og öflugur örgjafi. ESP32 er tvíkjarna örgjafi, hefur innbyggt Wi-Fi og Bluetooth, og er því kjörið val fyrir fjölbreytt úrval af notkunarsviðum, allt frá Hlutanets (IoT) tækjum til snjallklæða. Í ESP32 er nægt minni til að vinna með
stór forrit og gögn. Fjöldi tengimöguleika er í boði. GPIO pinnar, ADC (Analog-to-Digital Converter), DAC (Digital-to-Analog Converter), klukka og önnur samskiptaviðmót eins og SPI, I2C og UART sem hægt er nýta við aflestur skynjara og stýra stýringum. Einn helsti eiginleikin er lítil orkunotkun og hentar hann því vel sem val fyrir rafhlöðuknúin verkefni.
 
Á þessu námskeiði verður ESP32 örgjafinn kynntur. Farið verður yfir uppbyggingu örgjafans og getu.
Eiginleikar hanns kannaðir með hagnýtum verkefnum þar sem nýttir verða skynjarar, servómótorar,
ljósadíóður, hnappar og annað tilfallandi. Unnið verður með að koma upplýsingum frá örtölvunni á
framfæri, með vefsíðu eða auglýsa gögn með MQTT sem dæmi.
 
 
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á rafeindatækni, forritun, nýsköpun, hönnun, listsköpun og þeim sem vilja öðlast nýja þekkingu á notkun smátölva í alls kyns verkefni og lausnir.

 

Markmið
Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með grunnþekkingu á ESP umhverfinu og færni við að hanna einfaldar stýringar, lesa af skynjurum og setja upp sjálfvirkni og viðbrögð við ýmsum breytum í umhverfinu. Þátttakendur munu öðlast færni í að nota búnaðinn fyrir ný- og listsköpun, iðnað, í leik og starfi.

 

Á námskeiðinu munt þú:

 
  • Læra grunnatriði ESP32, þar á meðal uppbyggingu og getu.
  • Fá hagnýta reynslu í að forrita ESP32.(C/C++)
  • Kynnast því hvernig tengja má og stjórna ýmsum skynjurum, servómótorum, ljósum og tökkum.
  • Uppgötva hvernig þessir íhlutir geta unnið saman til að búa til viðbragðsfljót og snjöll kerfi.
  • Koma upplýsingum á framfæri með vefviðmóti og auglýsa þær upplýsingar, svo önnur kerfi get nýtt þær.
 
Í lok námskeiðsins munt þú hafa traustan grunn í vinnu með ESP32 sem gerir þér kleift að takast á við eigin verkefni af öryggi. Hvort sem þú ert nýr í rafmagnsfræði eða vilt auka forritunarhæfileika þína, þá mun þetta námskeið veita þér þau verkfæri og þekkingu sem þú þarft til að nýta þér fjölmarga möguleika ESP32 örtölvunar.
 
Fyrirkomulag
Námskeiðið er 12 kennslustundir, dreift á þrjú kvöld, 4 klst í senn. Kennt verður á þriðjudögum frá 17:00 - 21:00.
Fyrsta kvöldið er 29. október, svo er kennt næstu tvö þriðjudagskvöld þar á eftir, 5. nóvember og 12. nóvember.
Hver kennslustund er 60 mínútur. Í hverri kennslustund er gert ráð fyrir verklegum æfingum og örstuttu hléi.

 

Námskeiðsgögn
Kennslugögn í PDF formi, nemendur fá aðgang að fartölvu til leysa verkefnin en eru hvattir til að koma með eigin fartölvu.

Nemendur fá ESP32-WROOM DevKit einingu afhent á námskeiðinu til vinna verkefni námskeiðsins. Að loknu námskeiði fá þeir hann og aðra íhluti sem notaðir eru til eignar.

 
Kennari er Unnar Elías Björnsson.
 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 51.800 kr

RSÍ endurmenntun: 24.000 kr

Meistaraskóli: 16.560 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

 

 
Flokkar: Endurmenntun Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
ESP32 Örstýring 29. okt 2024 - 12. nóv 2024 Rafmennt ehf. 17:00 - 21:00 Stórhöfði 27 24.000 kr. Skráning