Áfangaheiti: HLJS22DAW

Hér er stórkostlegt tækifæri til að læra allt um eftirvinnslu hljóðs í kvikmyndum.

Á þessu námskeiði er farið yfir allt sem viðkemur hljóðvinnslu á leiknu sjónvarpsefni í DAW
(Digital Audo Workstation).

 

 

Hvað verður farið yfir?

Hljóðver. Allur búnaður frá mús til innréttinga.

Forrit og plug inn.

Upptökubúnað sem notaður er utan hljóðvers.

Hvernig tekið er við efni frá klippara og hvernig það er sett inn í DAW.

Hvernig tal er hreinsað og meðhöndlað í DAW.

Hvernig tali af tökustað er skipt út fyrir nýtt tal (ADR)

Hljóðeffekta. (Umhverfis hljóð, áhrifahljóð, leikhljóð (Foley) Hljóðhönnun.

Hvernig er tónlist með höndluð.

Hvað er Dolby Atmos í kvikmyndahúsi og hver er búnaðurinn.

Hvernig er Atmos mix tekið niður í 7.1, 5.1 og stereo.

Hvernig er leiknu sjónvarpsefni skilað til dreifingaraðila, staðlar og stemmur.

Hvernig kemur þú fram við viðskiptavininn.

 

Hvernig fer námskeiðið fram?

Hljóðbútur úr kvikmynd verður unnin frá A-Ö jafnóðum og kennt verður.

Nemendur fá verkefni eftir námskeiðið sem þeir hafa viku til að vinna.

Gefin verður umsögn um hvernig nemandinn vann verkefnið.

Námskeiðið er 3 dagar:

Föstudagur 17:00-20:00

Laugardagur 9:00-17:00

Sunnudagur 9:00-20:00

Kennslan fer fram í Stúdíó Upptekið. Eina Dolby vottaða hljóðveri landsins og eitt af 8 slíkum hljóðverum á Norðurlöndunum.

 

Hvað er æskilegt að nemendur hafi?

Lágmarks þekking á DAW

Gott er að hafa fartölvu með DAW á námskeiðinu.

 

Hvað er innifalið?

Nemendur fá grunn Protools session sem Gunnar notar í eftirvinnslu á leiknu efni.

50 íslensk umhverfishljóð í 5.1 til eigin nota úr safni Gunnars.

Veitingar á meðan á námskeiði stendur.

 

Kennari er Gunnar Árnason 5-faldur Eddu verðlauna hafi með yfir 35 ára reynslu í faginu.

 

Hvað hefur fólk að segja um námskeiðið?

"Rosalega gagnlegt og gaman að sjá reynslubolta eins og Gunnar vinna hratt og skipulega, Gunnar er góður kennari og kemur efninu vel til skila."

 

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 320.000.- kr

RSÍ endurmenntun: 112.000.- kr

 

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Tæknifólk