RAFMENNT og Dale Carnegie á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um námskeiðahald.

Áfangaheiti: ALMN32DaleCa

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd.

 

Fyrir hverja: 

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki sitt, taka stærri skref, verða sterkari leiðtogi og hafa góð áhrif á aðra.

 

Það sem við förum yfir:

  • Stækka þægindahringinn og auka sjálfstraust
  • Rækta varanleg sambönd
  • Muna nöfn og nota þau
  • Veita öðrum innblástur
  • Kynna hugmyndir á skýran og hnitamiðaðan hátt
  • Takast á við ágreining á háttvísan máta
  • Nota sannfæringarkraft
  • Stjórna streitu og viðhorfi
  • Aðlaga okkur að mismunandi samskiptastílum
  • Sýna leiðtogafærni

Staðbundin þjálfun:

Námskeiðið er haldið með þátttakendum í fundarsal í 8 skipti

Það sem er innifalið:

Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.
 

 Fullt verð: 215.000 kr

Verð fyrir félagsmenn: 55.700 kr


Flokkar: Almenn námskeið