Skráningu líkur 1. mars 2024 en eftir það fá þátttakendur send kennslugögn.

 

RAFMENNT kynnir í samstarfi við OTT - Optical Technology Training námskeiðið CONE.


Áfangaheiti: FJSV40CONE

Fjallað verður um hvernig öflug samsetning samfelldrar sendingar og stafrænnar vinnslu merkjasendinga getur umbreytt ljósleiðara fjarskiptum á gagnahraða sem er 100Gb/s, 400Gb/s, 800Gb/s og hraðar og um þær breytingar sem þarf að gera á DWDM kerfum til að þau geti starfað á skilvirkan hátt og viðhaldið gagnahraða. Einnig verða samfasa lausnir á styttri vegalengdum bornar saman við samfasa lausnir á lengri vegalengdum.

Skilningur á því hvernig rétt samsetning af ljós- og rafeindatækni er nýtt til að yfirstíga takmarkanir ljósleiðarakerfa er endurtekið þema námskeiðsins, sem og hlutverk SDN, ROADM, tengingar ljósleiðarakerfa og greiningu á þeim.

Í lok námskeiðsins á nemandi geta metið þær grundvallartakmarkanir sem gilda og þær málamiðlanir sem getur þurft taka við uppbyggingu og rekstur smára og stórra ljósleiðarakerfa. Nemandi mun geta tekið skynsamlegar og árangursríkar stefnumótandi ákvarðanir og langtímaáætlanir fyrir net í rekstri.

Á þessu námskeiði eru skapaðar mismunandi sviðsmyndir til að setja námsefnið í samhengi og skoða viðfangsefni þess frá ýmsum sjónarhornum. Nemendur fá ítarlega handbók um námsefnið, auk aðgangs á öðru ítarefni á lokuðu vefsvæði. Nemendur munu vinna saman að verkefnaskilum yfir námstíman með aðstoð þjálfunarkerfis OTT. Nemendur munu þurfa að standast próf til að fá CONE gráðuna - Certified Optical Network Engineer.

 

Undanfari: CONA gráða

Námskeið er kennt á ensku.

Í námskeiðsgjöldum er innifalin hádegismatur og hressing.

Lýsing á námskeiðinu frá OTT má nálgast hér

Nánari upplýsingar má finna hér

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 537.500. kr

RSÍ Endurmenntun: 204.000. kr

SART: 440.500 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun