Skráningu líkur 23. febrúar 2024 en eftir það fá þátttakendur send kennslugögn.

 

RAFMENNT kynnir í samstarfi við OTT - Optical Technology Training námskeiðið CONA.

 

Áfangaheiti: FJSV40CONA

Á þessu námskeiði er farið yfir ljósleiðarakerfi og fjallað um netinnviði, uppbyggingu, hönnun og rekstur slíkra kerfa ásamt samþættingu við önnur netkerfi.

Greiningartækni er kynnt til að ná hámarksafköstum allt að 1.6Tb/s. Farið er yfir Ethernet-rásir innan gagnavera, 100Gb/s og 400Gb/s sambönd, FTTA(Fiber-to-the-antenna) við 5G dreifingu, FTTH (Fiber-to-the-home) í point-to-point og önnur ljósleiðarasambönd yfir mismunandi flutnings- og veitukerfi.

Kynntir eru eiginleikar ljósleiðarans og farið yfir atriði sem geta haft áhrif á frammistöðu hans í flutningi gagna. Mismunandi gerðir ljósleiðara eru kynntar, deyfing, dreifing ljóss og skautun. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að margfalda afkastagetu eins rása kerfa með notkun SDM - eða WDM tækni. Auka drægni kerfanna með mögnurum (EDFA, Raman, SOA) og stjórnun ljósdreifingar.

Á námskeiðinu er notað kennslukerfi þar sem þátttakendur gera hönnunaræfingar og kynnast uppbyggingu á ljósleiðarakerfum til auka skilvirkni og hagkvæmni við rekstur.

 

Námskeiðið hentar þeim sem vilja hafa viðtækan grunn af virkni, uppbyggingu og reksturs ljósleiðarakerfa. Nemendur útskrifast með CONA gráðu - Certified Optical Network Associate og gefur rétt til að sækja framhaldsnámskeið CONE – Certified Optical Network Engineer.

 

Þátttakendur þurfa að koma með fartölvur á námskeiðið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góðan grunn að rekstri netkerfa, þó slíkt sé ekki nauðsynlegt.

Námskeið er kennt á ensku.

Í námskeiðsgjöldum er innifalin hádegismatur og hressing.

Lýsing á námskeiðinu frá OTT má nálgast hér

Nánari upplýsingar má finna hér


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 470.000. kr

RSÍ Endurmenntun: 180.000. kr

SART: 370.000 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun