Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahagssvæðinu, heyri þær undir svokallaðar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur véla að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröfur þeirra. Framleiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öllum löndum EFTA og ESB.

Á námskeiðinu er fjallað um

 • Forsögu CE-merkisins, þýðingu þess og mikilvægi.
 • Nýju aðferðina – New Approach.
 • CE – merkingar – tengsl tilskipana og staðla.
 • Samræmismat.
 • Samræmisyfirlýsingu framleiðanda / ábyrgð innflytjanda.
 • Staðlana og notkun þeirra.
 • Tæknilýsingu.
 • Vélatilskipun, aðrar tilskipanir og reglugerðir.
 • Áhættumatið.

Ávinningur þinn

 • Þekking á CE-merkingum.
 • Geta til að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB.
 • Þekking á hvernig á að CE-merkja þær vörur sem falla undir tilskipunina.
 • Aukin þekking á tilgangi og notkun staðla.
 • Þekking á framkvæmd stjórnvalda við eftirlit á kröfum tilskipunar.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar fyrir framleiðendur, hönnuði, verkfræðinga og innflytjendur véla.

Nánar um kennara

Ágúst Ágústsson, tæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu og Arngrímur Blöndahl, tæknifræðingur hjá Staðlaráði Íslands. Arngrímur Blöndahl er sérfræðingur Staðlaráðs í CE merkingum en hann hefur kennt þetta námskeið í 10 ár. Ágúst hefur einnig langa reynslu af kennslu námskeiðsins og það er enginn hjá Vinnueftirlitinu sem hefur meiri reynslu og þekkingu af málaflokknum en hann.

Aðrar upplýsingar

Takið eftir: Námskeiðið er kennt samtímis í stað- og fjarkennslu. Vinsamlegast merkið í athugasemdareit við skráningu að óskað er eftir því að sitja námskeiðið í fjarfundi.

Verð

Fullt verð: 75.000 kr

RSÍ endurmenntun: 24.850 kr

Flokkar: Almenn námskeið