Námskeið í samstarfi við Iðunna.

Áfangaheiti: TEIK32ACADLT

Hönnuðir - iðnaðarmenn - tæknimenn og nýir notendur Autocad

Á þessu námskeiði afla nemendur sér traustrar þekkingar á viðmóti forritsins, skipunum þess og tækni til að skapa, lagfæra og prenta tvívíð verkefni. Auk þess læra þeir grunninn sem er nauðsynlegur til að vinna með AutoCAD í þrívídd. Þar með geta þeir teiknað og málsett einfalda hluti og útbúið snyrtilegar og aðlaðandi teikningar ásamt því að hagnýta þekkingu sína í tvívíðri hönnun við aðstæður á vinnustað.

Kennari: Finnur A P Fróðason, framkvæmdarstjóri TikCAD ehf

Dagskrá og upplýsingar um námskeið hjá Iðunni:

Maí


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 90.000 kr

RSÍ endurmenntun: 31.500 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið