Tilboðsgerð í Ákvæðisvinnukerfi rafiðna

Áfangaheiti: RAFL04ÁKVÆ

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynnast tilboðsgerð í Ákvæðisvinnukerfi rafiðna (á www.ar.is).
Kerfið byggir á Ákvæðisvinnugrundvelli rafiðna sem hefur verið að þróast í yfir hálfa öld og byggir á traustum grunni.

Dagskrá námskeiðsins verður þessi:

  1. Innskráning og upphafssíða
  2. Ákvæðisgrundvöllurinn – uppbygging
  3. Magnskrár og magnskráning
  4. Tilboðsgerð
  5. Verðbanki
  6. Annað (sniðmát, ábendingar, starfsmenn, eigin verð, magnskrárskýringar, birgjar …)

 

Þeir sem vilja geta komið með sína eigin fartölvu, fengið aðgang að kerfinu ef þeir hafa hann ekki fyrir og útbúið tilboð á námskeiðinu, en það er ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Námskeiðið fer fram í staðkennslu og er þátttakendum að kostnaðarlausu.


Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.


 

Flokkar: Endurmenntun
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Ákvæðisvinna rafiðnaðar 29. jan. 2026 Eggert Þorgrímsson 08:30 - 11:30 Stórhöfða 27 Skráning
Ákvæðisvinna rafiðnaðar 10. feb. 2026 Eggert Þorgrímsson 08:30 - 11:30 Stórhöfða 27 Skráning