Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheiti: ÁHM04ALM

Hvaða vinnustaðir eiga að gera áhættumat og hver á vinnustaðnum á að sjá um framkvæmdina?

Á námskeiðinu er farið yfir hvað vinnuverndarlögin og reglugerðir segja um áhættumat. Uppbygging áhættumatsins og hugmyndafræði þess er útskýrð. Kennd er einföld og markviss aðferð til að gera áhættumat en hún heitir „sex skref við gerð áhættumats“. Aðferðin byggist á notkun gátlista og eyðublaða frá Vinnueftirlitinu. Á námskeiðinu eru gerðar raunhæfar æfingar í að greina hættur í vinnuumhverfinu. Farið er yfir eyðublöð og verkfæri sem gott er að nota við áhættumat. Þátttakendur geta sent kennurum námskeiðsins spurningar um eigið áhættumat að námskeiðinu loknu.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 21.800 kr

RSÍ endurmenntunarverð: 7.630 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Áhættumat 05. feb 13:00 - 15:00 Google Meet 7.630 kr. Skráning
Áhættumat 08. apr 13:00 - 15:00 Google Meet 7.630 kr. Skráning