Félagsmenn félaga innan Rafiðnaðarsambands Íslands geta sótt um styrki til náms.  

 

Hjá RAFMENNT

Námsframboð RAFMENNTAR er niðurgreitt nám af Menntasjóði rafiðnaðarins.  Algengt er að niðurgreiðslan nemi um 2/3 af námskeiðsgjaldi.  Við skráningu á námskeið velja félagsmenn félaga innan vébanda Rafiðnaðarsambands Íslands þann verðflokk sem merkur er "Greiði í eftirmenntunarsjóð RSÍ" og eru þar með að njóta niðurgreiðslu.

Raunfærnimat á vegum RAFMENNTAR og ýmis önnur þjónusta er einstaklingum að kostnaðarlausu.

Ferðastyrkir eru í boði fyrir þá félagsmenn sem þurfa að sækja námskeið á vegum RAFMENNTAR fjarri heimili sínu.

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar eða sendið póst á hafdis@rafmennt.is

Ferðastyrkir

 

Nám utan námsframboðs RAFMENNTAR

Félagsmenn innan RSÍ geta átt kost á styrkjum eða niðurgreiðslu hjá öðrum menntastofnunum en því sem er í boði hjá RAFMENNT. Hafið endilega samband til að fá nánari upplýsingar eða sendið póst á hafdis@rafmennt.is

 

Starfstengdir styrkir

Almennur námskeiðsstyrkur - (nánar á "mínum síðum" RSÍ) ) d

 

Reglur um einstaklingsstyrki  -> sjá mínar síður  á heimasíðu RSÍ

Reglur um styrki til framhaldsnáms -> sjá mínar síður á heimasíðu RSÍ