Meistarar

Félagsmenn Samtaka rafverktaka (SART) fá afslátt á námskeiðskostnaði þeirra námskeiða sem RAFMENNT bÝður upp á.  Við skráningu á námskeið velur meistari "SART" valmöguleikann til að nýta sér þau kjör.  Einnig er greitt til Menntasjóðs rafiðnaðarins af launum margra meistara og ef svo er þá getur viðkomandi frekar valið þann möguleika í skráningarferlinu ef um hagstæðari kjör er að ræða.

 

Meistaranemar 

Þeir sem skráðir eru í meistaranám rafiðngreina sækja faghluta námsins í námskeiðaformi til RAFMENNTAR.  Byggt á samkomulagi þar um njóta nemar sérkjara á viðkomandi námskeið.  Við skráningu á námskeið velur neminn valmöguleikann "Er í meistaraskóla" til að njóta þeirra kjara.