Raunfærnimats ferlið

 

Þegar þú hefur ákveðið að taka þátt í raunfærnimati þá fer eftirfarandi ferli af stað:

 

Undirbúningur:

 • Þú mætir á kynningarfund.
 • Þú tekur ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig.
 • Þú fyllir út og sendir umsókn.
 • Þú bókar viðtal við náms- og starfsráðgjafa.
 • Þú ferð í viðtal við náms- og starfsráðgjafa.
 • Þú fyllir út gátlista/sjálfsmatslista.
 • Þú mætir á fund þar sem þú færð aðstoð með færnimöppuna.
 • Þú leggur fram gögn um reynslu.
 • Þú skráir reynslu og leggur mat á þekkingu þína miðað við færniviðmið.
 • Þú tekur saman gögn um fyrra nám og aðra þekkingu sem þú býrð yfir.
 • Þú átt samtal við stjórnanda eða samstarfsmann um sjálfsmat þitt.

Raunfærnimat:

 • Þú færð dagskrá senda í tölvupósti með upplýsingum um hvenær þú átt að mæta í raunfærnimats viðtölin með fyrirvara.
 • Þú mætir í raunfærnimats viðtölin skv. dagskránni.
  • Raunfærnimat byggist á samtali milli þín og  þess sem er fagaðili
  • Þar er lögð áhersla á að þú fáir tækifæri til að koma á framfæri þekkingu þinni og færni.
  • Þú getur verið beðin/n um að sýna færni þína, það geta verið lagðar fyrir þig lýsingar á aðstæðum og þú beðin/n að vinna úr þeim eða settar fram aðrar  aðferðir sem nýtast í því skyni að gera færni þína sýnilegri.
  • Náms- og starfsráðgjafi getur setið í matsviðtölum þegar það á við.

Eftirfylgd:

 • Þú færð í hendur staðfestingu á færni.
 • Þú bókar tíma hjá náms- og starfsráðgjafa RAFMENNTAR sem fer yfir niðurstöður með þér og ræðir við þig um næstu skref.