Námssamningar

Nám í rafiðnaði er skipt í vinnustaðanám og nám í skóla. Tilgangur vinnustaðanáms er að efla þekkingu, færni og skilning nema á verkþáttum námsins. Að loknu vinnustaðanámi og skóla á neminn að hafa öðlast þá færni sem þarf til að standast sveinspróf.

Að loknum tveimur önnum í grunnnámi má hefja vinnustaðanám. Námssamninga skal gera í upphafi vinnustaðanáms og ekki seinna en mánuði eftir að vinna hefst hjá meistara í faginu. Nemendur verða að vera orðnir 16 ára til að mega fara á námssamning.
Námssamningar eru ýmist 24 vikna starfsþjálfunarsamningur eða 48 vikna samningsbundið iðnnám.

Hér má nálgast eyðublöð varðandi námssamninga.

Með umsókn skal fylgja:

  • Útskriftarskírteini eða námsferilsyfirlit
  • Greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóði

Mikilvægt er að umsókn sé full útfyllt og að fylgiskjöl séu til staðar til að umsókn sé tekin gild.

Menntamálaráðuneytið setur reglugerðir um námssamninga og starfsþjálfun. Í reglugerðum þessum er fjallað um skyldur samningsaðila og þau skilyrði sem uppfylla þarf til að taka að sér kennslu nema á vinnustað og framkvæmd sveinsprófa.

Menntamálaráðuneytið, Rafmennt og sveinsprófsnefndir í rafiðnaði hafa gert með sér samning vegna umsýslu námssamninga í rafiðngreinum og sveinsprófa. Í samningi þessum er Rafmennt falin umsýsla sveinsprófa og eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í rafiðngreinum. Hjá Rafmennt liggja frammi öll eyðublöð er varða rafiðnaðarmenntun. Þangað skulu öll erindi er varða nýja námssamninga berast, óskir um breytingar á námssamningum og umsóknir um sveinspróf.

Umsjón með náms- og starfsþjálfunarsamningum og sveinsprófum rafeindavirkja og símsmiða hefur Ásmundur Einarsson, asmundur(hjá)rafmennt.is  

Umsjón með náms- og starfsþjálfunarsamningum og sveinsprófum rafvirkja, rafveituvirkja og rafvélavirkja hefur Jens Heiðar Ragnarsson, jens(hjá)rafmennt.is